Spaugstofan

SKRÁÐU ÞIG SEM ÁSKRIFANDA (SUBSCRIPE) OG LÍKAÐU VIÐ MYNDBÖNDIN!

Ágæti gestur.
Ég vona að þessi rás eigi eftir að falla þér vel í geð. Nú þegar RÚV hefur hafið endursýningar á Spaugstofunni alveg frá byrjun mun ég stefna að því að taka þá alla upp í bestu gæðum (1080p) og setja hér inn á rásina. Athugið að rásareigandi á ekki höfundarréttinn á efninu, en þar sem mikið af efni frá Spaugstofunni hefur ratað á Youtube í gegnum árin sem hefur ekki verið tekið út er það einlæg von mín efnið fái að vera hér, aðgengilegt öllum til framtíðar.

Spaugstofan gerði milli 300-400 þætti á sínum ferli sem allir verða nú endursýndir á RÚV. Það er von mín að þeir muni allir rata hér inn, þér og komandi kynslóðum til skemmtunar. Ég lít á þetta sem samfélagslegt verkefni þar sem saman er komið á einum stað efni Spaugstofunnar, sem er aðgengilegt öllum hvort heldur er til skemmtunar eða rannsókna í framtíðinni.

Njótið vel - ást og friður.